Síðastliðinn föstudag fór fram málþing á vegum Lyfjaauðkennis ehf. og Lyfjastofnunar um lyfjaauðkenniskerfið og reglur sem til stendur að setja um sk. öryggisþætti lyfja.
Upptaka af málþinginu hefur verið gerð aðgengileg og hér neðar eru glærur þeirra sem tóku til máls.
Fundarstjóri var Unnur Björgvinsdóttir.
- Sindri Kristjánsson, lögfræðingur Lyfjastofnunar (erindi hefst á 5:16)
- Hjörleifur Þórarinsson, framkvæmdastjóri Lyfjaauðkennis ehf. (erindi hefst á 30:00)
- Kristbjörg Theodórs Jónsdóttir, tölvunarfræðingur hjá Landspítala (erindi hefst á 1:01:42)
- Magnús Steinþórsson, rekstrarstjóri hjá Lyfjaveri (erindi hefst 1:09:44)