Lyfjastofnun hefur ákveðið að í sérstökum tilvikum megi apótek afgreiða undanþágulyf áður en formlegt samþykki stofnunarinnar liggur fyrir, og er það þá afgreitt með undanþágulyfseðli á pappír. Þetta á við þegar tiltekið lyf er ekki fáanlegt í lengri tíma og brýna nauðsyn ber til að stytta enn afgreiðslutíma frá því sem er þegar seðlar á pappírsformi eru sendir með pósti.
Þegar framangreint verklag gildir mun það koma fram í upplýsingum um viðkomandi lyf á vef Lyfjastofnunar. Undanþágulyfseðillinn skal þó sem fyrr sendur Lyfjastofnun til formlegs samþykkis á sama hátt og gildir fyrir önnur undanþágulyf.
Þess má að auki geta að nýlega breytti Lyfjastofnun vinnulagi við afgreiðslu undanþágulyfja á þann hátt, að apótekum er heimilt að kaupa undanþágulyf frá heildsölu án þess að fyrir liggi samþykkt undanþága. Almenna reglan er síðan sú að apótekið afgreiðir ekki lyfið til sjúklings nema búið sé að samþykkja undanþágu.