Skoðunarhandbók um eftirlit með lækningatækjum

Birt hefur verið á vef
Lyfjastofnunar skoðunarhandbók sem notuð er af eftirlitsmönnum við markaðseftirlit
með lækningatækjum. Hún er hugsuð sem leiðarvísir fyrir eftirlitsmenn en gefur
eftirlitsþegum tök á að glöggva sig á vinnulagi
og viðmiðum sem gilda um eftirlitið.

Í skoðunarhandbókinni er gerð grein fyrir
lögum og reglugerðum sem gilda um lækningatæki, farið yfir eftir hvaða ferlum
er unnið þegar markaðseftirliti er sinnt, og skýrt að markaðseftirliti með
lækningatækjum er skipt upp í móttöku og úrvinnslu einstakra ábendinga annars
vegar og, víðtækari markaðsskoðanir hins vegar.

Skoðunarhandbók um
markaðseftirlit með lækningatækjum er nú gefin út í fyrsta skipti. Hún verður
endurskoðuð eftir þörfum og eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti. Ábendingar
um viðbætur og breytingar má senda á netfangið [email protected]

Skoðunarhandbók um markaðseftirlit með lækningatækjum

Skráning á póstlista Lyfjastofnunar

Síðast uppfært: 27. febrúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat