Þegar lyf hefur fengið markaðsleyfi, og til stendur að setja það á markað verður markaðsleyfishafi/umboðsmaður að sækja um verð til lyfjagreiðslunefndar áður en til markaðssetningar getur komið. Þegar verð hefur verið ákveðið er sótt um birtingu lyfs í lyfjaskrám á þar til gerðu eyðublaði og það sent, útfyllt og undirritað, í tölvupósti á netföngin [email protected] og [email protected]. Lyfjastofnun metur hvort skilyrði markaðsleyfis liggi fyrir s.s hreinteikningar (ytri og innri umbúðir og fylgiseðill), öryggis- og fræðsluupplýsingar ef við á o.s.frv. Umsókn um birtingu í lyfjaskrám skal send á ofangreind netföng a.m.k. einum mánuði áður en til birtingar í lyfjaskrám kemur. Ekki þarf að sækja um verð fyrir lausasölulyf.
01. Má selja lyf á Íslandi þegar það hefur fengið markaðsleyfi?
Síðast uppfært: 21. október 2020