10. Eru takmarkanir á innflutningi einstaklinga á sterum og vaxtarhormónum til Íslands?

Já, það eru takmarkanir á innflutningi vefaukandi stera, peptíð hormónum og vaxtarþáttum með efnum sem finna má í köflum S1 og S2 á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA; World Anti-Doping Agency).

Einstaklingur má flytja inn í eigin farangri ofangreind efni í magni sem svarar til 30 daga notkunar samkvæmt notkunarfyrirmælum læknis eða markaðsleyfishafa lyfs.

Óheimilt er að flytja slík lyf inn með póst- eða vörusendingu.

(30,6.2023)

Síðast uppfært: 30. júní 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat