Í 74.gr. reglugerðar 2017/745 MDR er ítarlega fjallað um þær kröfur sem gerðar eru varðandi klínískar rannsóknir tækja sem þegar bera CE merkingu. Þar kemur meðal annars fram
- Sé klínísk rannsókn innan ramma tilætlaðs tilgangs tækis er nægilegt að bakhjarl tilkynni til Lyfjastofnunar fyrirhugaða rannsókn a.m.k. 30 dögum áður en hún hefst .
- Sé klínísk rannsókn utan ramma tilætlaðs tilgangs tækis skal sækja um leyfi fyrir klínískri rannsókn til Lyfjastofnunar samkvæmt viðeigandi umsóknarferli .