Alvarleg atvik í starfsemi lyfjabúða ber að tilkynna Lyfjastofnun án tafar. Með alvarlegu atviki er átt við atvik sem getur eða hefði getað valdið sjúklingi tjóni eða brot á ákvæðum IX. og XII. kafla lyfjalaga nr. 100/2020. Skal afrit af atvikaskrá sent Lyfjastofnun.
Um þetta er fjallað í 9. gr. reglugerðar nr. 1340/2022 um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir.