08. Hvað með öryrkja og fatlaða einstaklinga sem hvorki geta sótt lyfin sín né veitt umboð?

Í lögum um sjúkraskrá nr. 55/2009 er kveðið á um heimild sérfræðilæknis til að skrá og eftir atvikum veita rafrænt umsýsluumboð til þriðja aðila fyrir hönd einstaklings sem er ófær um að nota rafræn skilríki og/eða rafrænar gáttir eða er ófær um að veita umboðið sjálfur.

Þegar sérstaklega stendur á er lyfjafræðingi heimilt að víkja frá kröfu um umboð við afhendingu lyfja. Nánar er fjallað um þá heimild í spurningu 11.

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks

Í þeim tilfellum þar sem fatlað fólk eða talsmenn þess finnst á sér brotið, t.d. þar sem aðgangur einstaklinga að nauðsynlegum lyfjum er heftur, bendir Lyfjastofnun á að hafa skal samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks við úrlausn þeirra mála. Hægt er að hafa samband í síma 554-8100 eða á netfangið [email protected].

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks getur jafnframt veitt nánari leiðbeiningar til fatlaðs fólk.

Síðast uppfært: 29. október 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat