Rafræn kvittun við afgreiðslu lyfja er þegar lyfjafræðingur skráir sig inn í afgreiðslukerfi apóteksins með sínu lykilorði, sækir lyfjaávísun til afgreiðslu, prentar út miða með áletrun, á þeim miða er strikamerki, límir miðann á lyfjapakkninguna og skannar síðan bæði strikamerkinguna á miðanum og lyfjapakkningunni. Afgreiðslukerfi apóteksins vistar í gagnagrunn aðgerðaskrá þar sem fram koma allar aðgerðir skráðar á notanda með nákvæmri tímastimplun.
(11.7.2018)