03. Afhverju koma dráttavextir á reikninga vegna eftirlitsgjalda ?

Lyfjastofnun innheimtir lyfjaeftirlitsgjöld skv. 90. gr. lyfjalaga nr. 100/2020. Í 6. mgr. 90. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 segir: Eftirlitsgjald skal lagt á árlega eftir á. Gjalddagi skal vera 30 dögum eftir dagsetningu reiknings og skulu dráttarvextir reiknast frá gjalddaga. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu. Lyfjastofnun innheimtir gjöld samkvæmt þessari grein og eru gjöldin aðfararhæf.

(30.12.2020)

Síðast uppfært: 4. janúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat