Ef um er að ræða ávísunarskyld lyf, sem heimilt er að kaupa á netinu, þarf að vera hægt að framvísa gögnum um að lyfjanna hafi verið aflað með lögmætum hætti, s.s. kvittun úr lyfjabúð.
Um þetta er fjallað í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 1277/2022 um innflutning einstaklinga á lyfjum til eigin nota.
(30.6.2023)
02. Hvaða gögnum þarf ég að framvísa þegar ég kaupi lyf á netinu?
Síðast uppfært: 30. júní 2023