Sé svo þarf að leita aftur til læknisins sem ávísaði lyfinu. Hugsanlega hefur læknirinn önnur úrræði.
- Ef ekki er hægt að nota annan styrkleika, annað lyfjaform eða önnur lyf sem markaðssett eru á Íslandi, og samheitalyf ófáanleg, getur læknir sótt um leyfi til Lyfjastofnunar og óskað eftir að nota lyf sem ekki er á markaði hér. Það sem um ræðir er hið svokallaða undanþágukerfi. Undanþágubeiðnir eru að jafnaði afgreiddar samdægurs hjá Lyfjastofnun
- Bent er á að nálgast má upplýsingar um lyf sem ekki eru fáanleg hjá lyfjainnflytjendum á biðlistum þeirra þar sem oft er greint frá því hvenær von er á lyfinu. Einnig er hægt hafa samband við lyfjainnflytjendur og fá nánari upplýsingar hjá þeim.