02. Hvað get ég gert ef lyfið mitt virðist ekki fáanlegt í apótekum ?

Sé svo þarf að leita aftur til læknisins sem ávísaði lyfinu. Hugsanlega hefur læknirinn önnur úrræði.

  1. Ef ekki er hægt að nota annan styrkleika, annað lyfjaform eða önnur lyf sem markaðssett eru á Íslandi, og samheitalyf ófáanleg, getur læknir sótt um leyfi til Lyfjastofnunar og óskað eftir að nota lyf sem ekki er á markaði hér. Það sem um ræðir er hið svokallaða undanþágukerfi. Undanþágubeiðnir eru að jafnaði afgreiddar samdægurs hjá Lyfjastofnun
  2. Bent er á að nálgast má upplýsingar um lyf sem ekki eru fáanleg hjá lyfjainnflytjendum á biðlistum þeirra þar sem oft er greint frá því hvenær von er á lyfinu. Einnig er hægt hafa samband við lyfjainnflytjendur og fá nánari upplýsingar hjá þeim.
Síðast uppfært: 21. október 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat