Nei. Þótt víða sé lyfið samþykkt til notkunar bæði í mönnum og dýrum, er það hvorki samþykkt sem meðferð við eða forvörn gegn COVID-19. Ekki ætti að taka lyf, hvorki þetta né önnur, sem forvörn eða til meðferðar við sjúkdómnum, nema læknir hafi ávísað því og uppruni þess sé í samræmi við lög og reglur.
Þegar meta skal hvort lyf gagnist til að meðhöndla fleiri sjúkdóma en þá sem upphaflegar rannsóknir gerðu ráð fyrir, er frekari rannsókna þörf. Ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að lyfið gagnist sem meðferð við eða til að koma í veg fyrir COVID-19.
01. Hvað með ívermektín, er það samþykkt til meðferðar eða forvarnar gegn COVID-19?
Síðast uppfært: 23. mars 2021