Markaðsleyfi lyfja
Markaðsleyfi lyfja
Áður en hægt er að setja lyf í almenna sölu er nauðsynlegt að sækja um markaðsleyfi
Lyf fyrir menn með útgefin markaðsleyfi
Allt frá því Lyfjastofnun var sett á laggirnar hefur stofnunin unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi. Í því skyni er gefinn út listi með upplýsingum um útgefin markaðsleyfi. Listinn er uppfærður mánaðarlega.
Dýralyf með útgefin markaðsleyfi
Allt frá því Lyfjastofnun var sett á laggirnar hefur stofnunin unnið að því að fjölga skráðum lyfjum, þ.e. lyfjum sem hafa íslenskt markaðsleyfi og eru markaðssett hér á landi. Í því skyni er gefinn út listi með upplýsingum um útgefin markaðsleyfi. Listinn er uppfærður mánaðarlega.
Hvað kostar markaðsleyfið?
Lyfjastofnun innheimtir gjöld samkvæmt gildandi gjaldskrám hverju sinni. Við höfum tekið saman upplýsingar um nokkra gjaldskrárliði. Nánari upplýsingar má finna í gjaldskrám okkar.
Útgáfa öryggis- og fræðsluefnis
Leiðbeiningar um gerð öryggis- og fræðsluefnis, birtingu þess í sérlyfjaskrá og undanþágur.
Lyfjastofnun gefur reglulega út lista yfir oftast ávísuð lyf í undanþágulyfjaverðskrá í því skyni að hvetja til markaðssetningar þeirra og/eða sambærilegra lyfja. Listinn sýnir þau lyf í undanþágulyfjaverðskrá sem læknar ávísaðu oftast árið 2023 og þá ekki vegna tímabundins skorts skráðra lyfja.