Evrópskt samstarfsverkefni

Lyfjastofnun er virkur þátttakandi í verkefni Evrópusambandsins sem er undir hatti verkefnisins EU4Health og nefnist EU4H11

Verkefnið er samstarfsverkefni 39 stjórnvalda frá 29 löndum á Evrópska efnahagssvæðinu og er styrkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær stofnanir sem taka þátt í verkefninu eiga það allar sameiginlegt að fara með gæðaeftirlit með lyfjaframleiðslu og dreifingu í sínum löndum, líkt og Lyfjastofnun.

Verkefnastjórn er í höndum austurrísku lyfjastofnunarinnar sem nýtur liðsinnis frá lyfjastofnunum í Frakklandi, Króatíu og Ungverjalandi.

Markmið verkefnisins eru að:

  • Styrkja úttektaráætlun og eftirlit með eftirlitsstofnunum sem sinna eftirliti með lyfjaframleiðendum innan Evrópska efnahagssvæðisins á vegum JAP (Joint Audit Programme)
  • Koma með tillögu um hvernig er unnt að bæta eftirliti með heildsöludreifingu lyfja í úttektaráætlun JAP
  • Setja á fót samræmda þjálfun fyrir eftirlitsmenn

Verkefnið er fjármagnað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Lyfjastofnun. Vinsamlega nýtið "Hafa samband" form á forsíðu þessa vefs. Að auki má nálgast frekari upplýsingar hjá austurrísku lyfjastofnuninni.

Fyrirvari: Þetta verkefni er fjármagnað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Skoðanir og viðhorf sem koma fram eru höfundarins og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Evrópusambandsins eða HaDEA. Hvorki Evrópusambandið né sú stofnun sem veitti leyfi til þáttöku bera ábyrgði á þeim.

Síðast uppfært: 24. júní 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat