20. október 2022
Lausasölulyfið Valaciclovir Actavis 10 stk. er ófáanlegt hjá heildsölu. Lyfið Valablis hefur einnig verið ófáanlegt um tíma. Valaciclovir Actavis 10 stk. lausasölupakkning er væntanleg aftur í byrjun desember 2022.
Lyfin Valaciclovir Actavis, Valaciclovir Bluefish og Valtrex eru fáanleg í stærri pakkningum. Athugið að þessar pakkningar eru lyfsseðilsskyldar.
Ráð til lyfjanotenda:
Einhverjar birgðir af lausasölupakkningum af Valaciclovir Actavis eru enn fáanlegar í apótekum. Lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.
Hægt er að fá lyfseðil fyrir stærri pakkningum af Valaciclovir Actavis, Valaciclovir Bluefish og Valtrex hjá lækni.