2. mars 2021
Skráða lyfið Persantin 100 mg 100 fh.töflur (vnr. 551043) er ófáanlegt hjá heildsala og ekki væntanlegt aftur fyrr en í apríl.
Undanþágulyf sem inniheldur sama virka efni er fáanlegt hjá Parlogis:
vnr. 985765 Dipyridamole 100mg 84 töflur
21. desember 2020
Persantin 100 mg (vnr. 551043) verður ekki afskráð og er komið með nýjan markaðsleyfishafa. Samkvæmt upplýsingum frá heildsölunni Parlogis sem dreifir lyfinu, er lyfið komið til landsins og verður birt í verðskrá 1. janúar. Hægt er að sækja um undanþágu fyrir notkun lyfsins á heilbr. stofnun í gegnum mínar síður Lyfjastofnunar fram að því að það er birt í verðskránni en eftir það verður hægt að auki að ávísa því á einstaklinga og stofur á ávísanagáttinni. Óskráða lyfið Persantin 100 mg (vnr. 984072) er nú ófáanlegt hjá heildsölunni Distica en von á frekari birgðum í mánuðinum og hægt að ávísa því í ávísunargátt.
26. nóvember 2020
Skráða lyfið Persantin 100mg 100 húðaðar töflur er nú ófáanlegt hjá heildsala og verða lyfin afskráð um áramót.
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Mögulega eru til einhverjir pakkar af lyfinu í einhverjum apótekum.
En til þess að bregðast við skorti hefur heildsalan Distica útvegað eftirfarandi undanþágulyf:
Vnr. 984072 Persantin 100mg 50 fh.töflur
Ráð til lyfjanotenda: Ef nauðsynlegt reynist að stöðva eða skipta um lyfjameðferð er mikilvægt að það sé gert í samráði við lækni.