25. janúar 2022
Skráða lyfið Norgesic 35 mg/450 mg er ófáanlegt hjá heildsölu, bæði 30 stk. og 100 stk. pakkningar. Óvíst er hvenær 30 stk. pakkningin kemur aftur á lager en von er á 100 stk. pakkningunni í lok vikunnar (viku 4).
Ráð til lækna og lyfjafræðinga:
Óskráð undanþágulyf er fáanlegt hjá heildsölunni Parlogis:
- Vnr. 974015 - Norgesic 35 mg/450 mg 30 stk.