3. mars 2023
Eftirfarandi pakkningar af Kåvepenin eru nú fáanlegar aftur:
- Kåvepenin 1 g 30 stk.
- Kåvepenin 500 mg 20 stk.
- Kåvepenin mixt. 100 mg/ml
- Kåvepenin Frukt mixt. 50 mg/ml
28. febrúar 2023
Skráð Kåvepenin lyf eru væntanleg til landsins í vikunni.
Kåvepenin 1 g töflur
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum til að breyta lyfjaávísun læknis fyrir skráð á skráða lyfinu Kåvepenin 1 g í undanþágulyfið Ospen 1500 1,5 milljón E.A. til 6. mars 2023.
Lyfjastofnun minnir á að heimildin gildir aðeins fyrir undanþágulyfið Ospen 1500 1,5 milljón E.A (990 mg) vnr. 992512.
Kåvepenin Frukt 50 mg/ml og Kåvepenin 100 mg/ml mixtúrukyrni
Með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 framlengir Lyfjastofnun heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum til að breyta lyfjaávísun læknis fyrir skráð á skráðu lyfjunum Kåvepenin Frukt 50 mg/ml og Kåvepenin 100 mg/ml mixtúrukyrni í undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/ 5ml syrop. til 6. mars 2023.
Lyfjastofnun minnir á að heimildin gildir aðeins fyrir undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/ 5ml syrup. vnr. 991647.
17. febrúar 2023
Vegna skorts á skráða lyfinu Kåvepenin 1 g heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Kåvepenin 1 g í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á.
- Vnr. 992512 Ospen 1500 1,5 milljón E.A. (990 mg) 24 stk.
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Kåvepenin 1 g yfir í undanþágulyfið Ospen 1500 gildir til 28. febrúar 2023.
Undanþágulyfið er í svissneskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins Sandoz GmbH. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu.
Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.
2. febrúar 2023
Allar pakkningar af Kåvepenin töflum erum ófáanlegar hjá heildsala. Verið er að vinna að því að koma lyfinu til landsins sem fyrst.
26. janúar 2023
Undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/5 ml syrop er nú fáanlegt aftur.
Vegna áframhaldandi skorts á skráðum lyfjum framlengir Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, heimild lyfjafræðinga í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Kåvepenin Frukt 50 mg/ml og Kåvepenin 100 mg/ml mixtúrukyrni í undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/5 ml syrop til 1. mars 2023.
19. janúar 2023
Undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/5 ml syrop er nú ófáanlegt hjá heildsölu. Von er á lyfinu aftur í næstu viku.
13. janúar 2023
Þar sem skráða lyfið Kåvepenin 100 mg/ml 125 ml. mixtúra er aftur ófáanleg hjá heildsölu heimilar Lyfjastofnun aftur, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísun læknis í undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/ 5ml syrop til 30. janúar 2023.
11. janúar 2023
Skráða lyfið Kåvepenin 100 mg/ml er nú fáanlegt aftur.
22. desember 2022
Skráðu lyfin Kåvepenin Frukt 50 mg/ml og Kåvepenin 100 mg/ml mixtúrukyrni eru ófáanleg hjá heildsölu.
Undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie/ 5ml syrup. (vnr. 991647) er væntanlegt hjá heildsölu í þessari viku.
Vegna skorts á skráðu lyfjunum heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Kåvepenin Frukt 50 mg/ml og Kåvepenin 100 mg/ml mixtúrukyrni í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á.
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Kåvepenin Frukt 50 mg/ml og Kåvepenin 100 mg/ml mixtúrukyrni yfir í undanþágulyfið Infectocillin 500.000 ie /5 ml gildir til 10. janúar 2023.
Undanþágulyfið er í þýskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins INFECTOPHARM Arzneimittelund Consilium GmbH. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu.
Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.
Athugið að lyfið Infectocillin er ekki í sama styrkleika og skráðu lyfin og því þurfa lyfjafræðingar að umreikna og tryggja réttar skammtastærðir þegar heimild þessi er nýtt. Sjá frekari leiðbeiningar hér fyrir neðan.
Ráð til lyfjafræðinga:
Infectocillin 500 mixtúra inniheldur fenoxýmetýlpenicillín 500.000 einingar í hverjum 5 ml, eða 100.000 einingar/ml.
Skráða lyfið Kåvepenin inniheldur ýmist 50 mg/ml eða 100 mg/ml af fenoxýmetýlpenicillin kalíum.
1 ml af Kåvepenin 100 mg/ml samsvarar 1,5 ml af Infectocillin 500 eða með öðrum orðum: 100 mg af Kåvepenin mixtúru (fenoxýmetýlpenicillin kalíum) samsvara u.þ.b. 150.000 einingum af Infectocillin mixtúru (fenoxýmetýlpenicillin). Dæmi: 2,5 ml af Kåvepenin 100 mg/ml samsvara 3,8 ml af Infectocillin.
1 ml af Kåvepenin 50 mg/ml samsvarar því 0,75 ml af Infectocillin 500, dæmi: 5 ml af Kåvepenin 50 mg/ml samsvara 3,8 ml af Infectocillin.
Blöndun: Fyllið upp með sæfðu vatni að marklínunni á flöskunni. Hristið og bætið við vatni þannig að nái upp að marklínu. Geymsluþol Infectocillin mixtúru sem búið er að blanda er 10 dagar í ísskáp. Flöskuna skal hrista vel fyrir notkun.
Ráð til lækna:
Upplýsingar úr SmPC lyfsins frá þýska MLH:
5 ml (jafngildir 1 mæliskeið) af fullbúinni lausn inniheldur 500.000 einingar af fenoxýmetýlpenicillíni og 2,5 g af súkrósa sem svarar til 0,21 BE.
Eftirfarandi skammtaráðleggingar gilda nema annað sé mælt fyrir um:
Ungbörn allt að 10 kg:
1,25 ml 3 sinnum á dag (¼ mæliskeið 3 sinnum á dag) sem samsvarar 375.000 einingum á dag.
Ungbörn 10-20 kg:
2,5 ml 3 sinnum á dag (½ mæliskeið 3 sinnum á dag) sem samsvarar 750.000 einingum á dag.
Börn 20-30 kg:
5 ml 3 sinnum á dag (1 mæliskeið 3 sinnum á dag) sem samsvarar 1.500.000 einingum á dag.
Börn yfir 30 kg:
5–10 ml 3 sinnum á dag (1–2 mæliskeiðar 3 sinnum á dag) sem samsvarar 1.500.000–3.000.000 einingum á dag.
Athuga að ekki ruglist saman lík heiti: Infectocillin (fenoxýmethýlpenicillin), Infectomycin (erythromycin) og Infectomox (amoxicillin)