Furix og Impugan

Furix er nú fáanlegt aftur.

7. desember 2022

Furix 20 mg og 40 mg er nú fáanlegt aftur.

8. nóvember 2022

Tafir eru á sendingum af Furix og Impugan í báðum styrkleikum. Því hefur Lyfjastofnun ákveðið, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, að framlengja heimild lyfjafræðinga í apótekum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir Furix og Impugan í neðangreind undanþágulyf til 28. nóvember 2022.

27. október 2022

Vegna skorts á skráðu lyfjunum Furix og Impugan heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir ofangreind lyf í eftirfarandi undanþágulyf, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:

  • Vnr. 990532 Furorese 40 mg töflur 100 stk.
  • Vnr. 990558 Furosemide 20 mg töflur 50 stk.

Þar sem enn er óljóst hvenær skráðu lyfin eru væntanleg aftur gildir heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir Furix og Impugan yfir í undanþágulyfin til 8. nóvember 2022.

Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

Undanþágulyfin eru í þýskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins Furorese 40 mg Hexal AG en markaðsleyfishafi lyfsins Furosemide 20 mg er Ratiopharm GmbH. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu.

Sökum þess að undanþágulyfin hafa ekki verið birt í lyfjaverðskrá, hafa lyfjabúðir fengið sendar upplýsingar um undanþágulyfin sem vanalega eru að finna í lyfjaverðskrá. Undanþágulyfin verða svo birt í lyfjaverðskrá 1. nóvember nk.

20. október 2022

Skráðu lyfin Furix 20 mg og 40 mg töflur og Impugan 20 mg og 40 mg töflur eru ófáanleg hjá heildsölu.

Undanþágulyf er væntanlegt til landsins um miðja næstu viku. Fréttin verður uppfærð þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Ráð til lyfjanotenda:

Enn eru til birgðir í apótekum, lyfjanotendum er bent á að hringja á undan sér og kanna hvort lyfið sé fáanlegt í viðkomandi apóteki. Listi yfir apótek á Íslandi.

Síðast uppfært: 7. desember 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat