22. júní 2023
Skráðu lyfin Doloproct 1 mg + 40 mg endaþarmsstílar og Doloproct 1 mg/g + 20 mg/g endaþarmskrem eru nú fáanleg hjá heildsölu.
14. júní 2023
Skráðu lyfin Doloproct 1 mg + 40 mg endaþarmsstílar og Doloproct 1 mg/g + 20 mg/g endaþarmskrem komu á markað þann 1. júní sl. Lyfin eru ófáanleg hjá heildsölu en væntanleg í síðari hluta júní.
Vegna skorts á skráðu lyfjunum heimilar Lyfjastofnun, með vísan í 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020, lyfjafræðingum í lyfjabúðum að breyta lyfjaávísun læknis fyrir skráðu lyfin Doloproct endaþarmsstíla og Doloproct endaþarmskrem í neðangreind undanþágulyf á sama lyfjaformi, í sambærilegu magni og lyfjaávísun hljóðar upp á:
- 980286 Doloproct endaþarmsstílar 10 stk.
- 982331 Doloproct endaþarmskrem 30 g
Heimild til að breyta lyfjaávísun fyrir skráð Doloproct yfir í undanþágulyf gildir til 22. júní 2023.
Undanþágulyfið er í dönskum umbúðum og er markaðsleyfishafi lyfsins Karo Pharma AB. Heildsalan Parlogis sér um dreifingu á lyfinu.
Lyfjafræðingar skulu upplýsa lyfjanotendur um að lyfið hafi ekki íslenskt markaðsleyfi þegar þeir nýta þessa heimild, ásamt því að gera grein fyrir mögulegum aukaverkunum og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.