Heimild lyfjafræðinga í apótekum til að breyta ávísun læknis í undanþágulyf

Breyting á verklagi við birtingu lyfjaskortsfrétta

Lyfjastofnun vill upplýsa um breytingu á verklagi stofnunarinnar á birtingu frétta tengdum heimildum um útskipti. Héðan í frá verða ekki birtar fréttir um einstaka lyf þegar heimild til útskipta er veitt nema að sérstakt tilefni sé til. Allar upplýsingar verða að finna í töflu á vefsíðu stofnunarinnar.

Lyfjastofnun vill vekja athygli á að ef lyfjafræðinga kjósa að nýta sér þessa heimild er mikilvægt að fylgja þeim tilmælum, að upplýsa lyfjanotendur um að lyfið sé ekki markaðssett á Íslandi og sé þar af leiðandi í erlendum pakkningum. Auk þess skal grein gerð fyrir mögulegum aukaverkunum lyfsins og öðrum upplýsingum sem kunna að vera nauðsynlegar við notkun lyfsins.

Lyfjastofnun vill ítreka að upplýsingar um hvort verið er að vinna í ákveðinni heimild til útskipta er ekki hægt að veita fyrr en upplýsingarnar birtast í ofangreindri töflu á vefnum þar sem um er að ræða trúnaðarupplýsingar umsóknaraðila.

Þeir sem geta sótt um heimild til útskipta eru eingöngu markaðsleyfishafar/heildsölur sem hafa heimild til lyfsölu. Lyfjastofnun bendir á þennan möguleika í þeim tilgangi að draga úr áhrifum lyfjaskorts. Eyðublaðið er aðgengilegt hér.

Síðast uppfært: 7. febrúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat