Hér fyrir neðan eru eyðublöð vegna aukaverkanatilkynninga sem er hægt að fylla út hér á vefnum og senda beint til Lyfjastofnunar að lokinni útfyllingu.
Afar mikilvægt er að nota vefeyðublaðið svo gæta megi varúðar við meðferð persónuupplýsinga. Einnig til að tryggja að þær upplýsingar sem þörf er á skili sér. Í undantekningartilfellum, þar sem notendur geta af einhverjum sökum ekki tilkynnt um aukaverkun með því að fylla út eyðublaðið á vefnum, geta starfsmenn stofnunarinnar aðstoðað við útfyllingu eyðublaðsins í gegnum síma. Ef upp koma vandamál má hafa samband við [email protected]
Vinsamlega athugið að allar upplýsingar sem berast Lyfjastofnun eru skráðar í aukaverkanakerfi stofnunarinnar. Skylt er að afhenda þær Þjóðskjalasafni til varðveislu skv. lögum um opinber skjalasöfn. Vinsamlegast takmarkið persónuupplýsingar við það sem nauðsynlegt er til þess að leysa úr erindinu.
Tilkynna aukaverkun
Ekki samskiptaform
Lyfjastofnun svarar ekki hverjum og einum sem tilkynnir grun um aukaverkun og tilkynningaformið er ekki ætlað sem fyrirspurnarform. Ef þörf er á frekari upplýsingum gæti verið að haft verði samband við þann sem tilkynnir.
Hlutverk Lyfjastofnunar er að taka á móti og meta aukaverkanatilkynningar heildrænt, stofnunin veitir því ekki upplýsingar um mat á einstökum aukaverkanatilkynningum, og ráðleggingur ekki um viðbrögð við hugsanlegum aukaverkunum og lyfjanotkun.
Hvað á að tilkynna?
- allar aukaverkanir sem grunur leikur á að sé vegna notkunar lyfja merktum svörtum þríhyrningi
- alvarlegar aukaverkanir lyfja
- áður óþekktar aukaverkanir lyfja
- aukaverkanir lyfja sem virðast aukast í tíðni
- aukaverkanir vegna rangrar notkunar lyfs, ofskömmtunar, misnotkunar, notkunar án samþykktrar ábendingar, lyfjamistaka eða falsaðra lyfja
- allar aðrar aukaverkanir, jafnvel þó þær komi fram í lyfjatextum
Einnig skal tilkynna eftirfarandi jafnvel þó aukaverkun komi ekki fram:
- verkunarleysi lyfs, ranga notkun lyfs, ofskömmtun lyfs, misnotkun lyfs, notkun lyfs án samþykktrar ábendingar, lyfjamistök og grun um smitborna hættu með lyfi
- notkun lyfja við getnað, hjá þunguðum konum, við fæðingu og hjá konum með barn á brjósti, þó aukaverkunar hafi ekki orðið vart því lítið er vitað um / skortur er á rannsóknum lyfja við þessar aðstæður.
Nánari upplýsingar um aukaverkanir lyfja og hvernig skal tilkynna um þær
Vinsamlega athugið!
Vinsamlega athugið að ef þörf er á ráðleggingum eða læknisaðstoð vegna tilfella í kjölfar lyfjanotkunar eða bólusetningar er bent á heilsugæsluna, læknavaktina eða bráðamóttöku (í neyð).