COVID-19

COVID-19

Upplýsingar á þessari síðu eru ekki í reglubundinni uppfærslu frá ágúst 2023. Vísað er í upplýsingar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

Nýjustu upplýsingar frá Lyfjastofnun Evrópu um COVID-19

Nýjustu COVID-19 fréttir

CHMP – apríl 2024

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 22.-25. apríl sl. Meðal lyfja sem hlutu samþykki nefndarinnar voru lyf við ákveðinni tegund dreyrasýki, og annað við þrálátum háþrýstingi.

Uppfærð útgáfa COVID-19 bóluefnis samþykkt hjá EMA

Bóluefnið Comirnaty hefur verið uppfært í því skyni að takast betur á við ýmis undirafbrigði SARS-CoV-2 veirunnar

Sérstakar reglur frá tíma heimsfaraldurs munu smám saman falla úr gildi

Ýmsir ferlar tengdir skráningu og eftirliti með lyfjum í Evrópu voru gerðir sveigjanlegri á tímum heimsfaraldursins án þess þó að afsláttur væri gefinn af því að gæði, virkni og öryggi lyfja væri í fyrirrúmi

Yfirlýsing um öryggi bóluefna gegn COVID-19

Alþjóðasamband lyfjastofnana hefur sent frá sér yfirlýsingu til að vekja athygli á öryggi bóluefna gegn COVID-19 og bendir einnig á hvernig ýmsar upplýsingar um þau hafa verið rangtúlkaðar. Þrettán milljarðar bóluefnaskammta hafa verið gefnir

Mikilvægi þess að tilkynna grun um aukaverkanir af bóluefnum gegn COVID-19

Lyfjastofnun birtir alla virka daga tölur yfir tilkynntar aukaverkanir af bóluefnum við COVID-19, bæði vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir og þær sem ekki teljast alvarlegar.

Lyfjastofnun áréttar að stofnunin getur ekki fjallað um einstaka tilvik vegna þeirra laga sem gilda um persónuvernd. Mikilvægt er að hafa hugfast að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun eftir bólusetningu segir ekki til um tíðni aukaverkana eða öryggi bóluefnanna, en tilkynningarnar eru afar mikilvægur þáttur í að fylgjast með og geta metið öryggi bóluefnnana eftir að notkun þeirra hefst.

Allir geta tilkynnt aukaverkun til Lyfjastofnunar.

Fjölmiðlafyrirspurnir sem varða COVID-19

Fyrirspurnir frá fjölmiðlum vegna COVID-19 ganga fyrir öðrum fjölmiðlafyrirspurnum sem stendur.

Vegna anna eru fjölmiðlar beðnir um að senda fyrirspurnir á [email protected] með eftirfarandi upplýsingum:

  • Er um almenna umfjöllun eða ósk um viðtal að ræða?
  • Hvar mun umfjöllunin birtast?
  • Tæmandi listi yfir spurningar sem óskað er svara við.

LiveChat