Ísland er aðili að þremur alþjóðlegum samningum um ávana- og fíkniefni og eftirlitsskyldefni:
- Single Convention on Narcotic Drugs frá árinu 1961.
- Convention on Psychotropic Substances frá árinu 1971.
- United Nations Convention against Illicit Traffic in Narcotic Drugs and Psychotropic Substances frá árinu 1988.
Um framleiðslu, innflutning, geymslu og dreifingu efna, sem talin eru í fylgiskjölum ofangreindra samninga gilda ákveðnar reglur og er öll notkun þeirra og meðferð háð sérstökum skilyrðum/leyfum. Upplýsingar um lyfin og efnin sem um ræðir er að finna í fylgiskjölum í reglugerð nr. 233/2001 um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.
International Narcotics Control Board (INCB) er alþjóðastofnun sem heldur utan um löglega dreifingu ávana- og fíkniefna og eftirlitsskyldra efna í heiminum.