Ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni

Ísland er aðili að þremur alþjóðlegum samningum um ávana- og fíkniefni og eftirlitsskyldefni:

  1. Single Convention on Narcotic Drugs frá árinu 1961.
  2. Convention on Psychotropic Substances frá árinu 1971.
  3. United Nations Convention against Illicit Traffic in Narcotic Drugs and Psychotropic Substances frá árinu 1988.

Um framleiðslu, innflutning, geymslu og dreifingu efna, sem talin eru í fylgiskjölum ofangreindra samninga gilda ákveðnar reglur og er öll notkun þeirra og meðferð háð sérstökum skilyrðum/leyfum. Upplýsingar um lyfin og efnin sem um ræðir er að finna í fylgiskjölum í reglugerð nr. 233/2001 um ávana og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni.

International Narcotics Control Board (INCB) er alþjóðastofnun sem heldur utan um löglega dreifingu ávana- og fíkniefna og eftirlitsskyldra efna í heiminum.

Síðast uppfært: 27. nóvember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat