Hér eru nokkur góð ráð um örugga geymslu lyfja
Veljið lyfjum, sem geyma á í kæli, öruggan stað í kæliskápnum. Gætið að því að hitastigið sé ekki of lágt og lyfin mega alls ekki frjósa.
- Geymið öll lyf, sem geyma má við stofuhita, á einum stað þar sem ekki er hætta á raka
- Geymið öll lyf þar sem börn hvorki ná til né sjá
- Geymið lyf gjarnan í skáp sem hægt er að læsa
- Forðist að sólarljós nái að skína á lyf
- Takið reglulega til í lyfjum heimilisins
Ef þessum ráðum er fylgt dregur það úr hættu á að börn eða aðrir taki inn lyf fyrir slysni. Jafnvel litlir skammtar af algengum lyfjum geta valdið alvarlegri eitrun hjá börnum og gæludýrum.
Ekki geyma lyf í náttborðsskúffunni, veskinu, eldhússkápnum eða á öðrum stað þar sem auðvelt er að ná til þeirra – nema það sé nauðsynlegt af heilsufarsástæðum. Röng geymsluskilyrði, t.d. of hátt hitastig, geta með tímanum haft áhrif á gæði lyfja.