Fyrsta mars síðastliðinn hófst tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins um rafræna fylgiseðla formlega. Óskað var eftir umsóknum fyrir þau lyf sem nú þegar eru á markaði fyrir 1. febrúar 2021, og eru 26 lyf skráð í verkefnið.
Sérstök auðkenning í sérlyfjaskrá
Á serlyfjaskra.is er listi yfir öll lyf sem tilheyra verkefninu.
Lyf í verkefninu eru auðkennd með þessu merki sem vísar til „rafrænna fylgiseðla“
Enn opið fyrir umsóknir vegna nýrra lyfja
Tekið verður við umsóknum fyrir ný lyf á markaði þann tíma sem verkefnið stendur yfir. Umsókn um þátttöku í verkefninu skal send á netfangið [email protected].
Markmið
Markmið verkefnisins er að meta hvort notkun rafrænna fylgiseðla tryggi með fullnægjandi hætti örugga lyfjameðferð sjúklings. Jafnframt verður kannað hvort notkun rafrænna fylgiseðla leiði til þess að H-merktum lyfjum á markaði fjölgi.
Tengiliðir á sjúkrahúsum
Öll sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir hafa sérstaka tengliði vegna verkefnisins. Þessir tengiliðir munu sjá um að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri á sinni stofnun.