Vegna móttöku eftirritunarskyldra lyfja frá apótekum og heilbrigðisstofnunum

Frá og með 1. janúar 2024 verður móttaka eftirritunarskyldra lyfja hjá Lyfjastofnun háð því skilyrði að þeim fylgi ekki lyf af öðrum toga

Vélskömmtuð lyf

Þegar taka þarf mörg lyf getur verið hentugt að lyfjum hvers dags sé komið fyrir í þar til gerðum merktum umbúðum eða ílátum.

Á heilbrigðisstofnunum hefur lyfjum verið skammtað handvirkt til skamms tíma, og apótek hafa boðið upp á sams konar þjónustu. En síðan hafa tölvustýrðar vélar mikið til tekið við slíku hlutverki.

Þetta hefur haft í för með sér að færst hefur í vöxt að lyf sem ekki eru skilaskyld berast með eftirritunarskyldum lyfjum til Lyfjastofnunar. Það hefur dregið úr skilvirkni þeirrar vinnu sem Lyfjastofnun ber að sinna.

Eftirritunarskyld lyf flokkuð í gegnsæjar umbúðir

Því hefur verið ákveðið að eftirritunarskyld lyf sem búið er að vélskammta skuli fjarlægð úr skammtaöskjum eða -pokum, og sett í gegnsæjar umbúðir. Þær umbúðir skulu auðkenndar með heiti lyfs, styrkleika og magni. Að öðrum kosti verður lyfjunum ekki veitt móttaka hjá Lyfjastofnun.

Einungis verður tekið við eftirritunarskyldum lyfjum með ofangreindum hætti frá og með 1. janúar næstkomandi.

Síðast uppfært: 28. desember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat