Í gær hélt Lyfjastofnun upplýsingafund í samstarfi við Vísindasiðanefnd um þær breytingar varðandi umsóknir um klínískar lyfjarannsóknir, sem munu taka gildi 31. janúar nk.
Á fundinum fór Unnur Ingólfsdóttir verkefnastjóri hjá Lyfjastofnun yfir breytingarnar sem sem verða frá næstu mánaðamótum skv. reglugerð, og snúa að því að einungis verður hægt að sækja um klínískar prófanir í gegnum samevrópsku gáttina CTIS. Gildir þá einu hvort um er að ræða prófun sem eingöngu er fyrirhugað að framkvæma á Íslandi, eða fjölþjóðlega prófun í fleiri en einu landi EES.
Eftir kynninguna var opnað fyrir spurningar og til að svara þeim voru þau Unnur Ingólfsdóttir, Hjalti Kristinsson sérfræðingur hjá Lyfjastofnun og Rögnvaldur G. Gunnarsson framkvæmdastjóri Vísindasiðanefndar.