Upplýsingavefur um dýralyf ætlaður dýraeigendum og læknum

Lyfjastofnun Evrópu hefur umsjón með upplýsingavefnum. Grunnupplýsingar hans eru aðgengilegar á öllum opinberum tungumálum sem töluð eru á EES svæðinu. Dýraeigendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um dýralyf

Upplýsingavef um dýralyf var hleypt af stokkunum 28. janúar sl. Að honum standa EES-ríkin, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Lyfjastofnun Evrópu (EMA).

Vefurinn gagnlegur dýralæknum sem og dýraeigendum

Á vefnum er að finna opinberar, uppfærðar upplýsingar um dýralyf sem leyfð eru til notkunar á EES-svæðinu. Einnig er hægt að fletta upp í hvaða löndum tiltekin dýralyf eru fáanleg, og finna lyfjatexta með upplýsingum um notkun og hugsanlegar aukaverkanir viðkomandi lyfs. Þá er hægt að þrengja leit með ýmsu móti, leita til dæmis eftir heiti lyfs, dýrategund, landinu þar sem nota á lyfið o.s.frv.

Vefurinn gagnast ekki síður dýralæknum en dýraeigendum, þar sem þeir geta m.a. borið saman lyf til að auðvelda ákvörðun um heppilegustu meðferðina fyrir dýrið.

Upplýsingarnar á vefnum koma úr gagnagrunni ESB, en stofnunin sem heimilað hefur notkun tiltekins lyfs, skilar upplýsingum inn í grunninn. Viðkomandi stofnun ber sömuleiðis ábyrgð á að öll viðeigandi gögn berist í grunninn og að þau séu nákvæm. Vefurinn uppfærist sjálfkrafa þegar ný gögn bætast við.

Vefurinn er aðgengilegur á öllum opinberum tungumálum ESB, og einnig á íslensku og norsku.

Myndband til að kynna vefinn

Birt hefur verið stutt myndband til að vekja athygli almennings á þeim upplýsingum sem er að finna á vefnum.

Síðast uppfært: 17. september 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat