Til markaðsleyfishafa og umboðsmanna: Lyfjastofnun boðar til fjarfundar um ESMP 3. mars

ESMP er kerfi til að skima fyrir og fá yfirsýn yfir lyfjaskort á EES-svæðinu. Skráning á fundinn stendur yfir

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur tekið í gagnið fyrstu útgáfu af kerfi til að skima fyrir og fá yfirsýn yfir lyfjaskort á EES-svæðinu. Kerfinu, sem ber heitið European Shortages Monitoring Platform (ESMP), er ætlað að safna upplýsingum um framboð og eftirspurn lyfja fyrir menn, í því skyni að fyrirbyggja skort, greina aðstæður og stýra málum, komi til skorts.

EMA hefur haldið netnámskeið fyrir markaðsleyfishafa og gefið út leiðbeiningar.

Lyfjastofnun boðar umboðsaðila og markaðsleyfishafa til umræðufundar um ESMP mánudaginn 3. mars kl 13. Fundurinn verður fjarfundur, á Teams. Skráningar er þörf til að taka þátt í fundinum. Frestur til að skrá sig rennur út í lok dags föstudaginn 28. febrúar.

Síðast uppfært: 19. febrúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat