Drög að nýjum og breyttum íslenskum þýðingum á staðalheitum fyrir lyfjaform og ílát lyfja sem evrópska lyfjaskráin (EDQM) hefur samþykkt liggja nú fyrir. Um er að ræða níu ný staðalheiti. Í allmörgum tilfellum eru þetta ný samsett staðalheiti (combined terms) þar sem skeytt er saman tveimur eða fleiri áður samþykktum þýðingum lyfjaforma/íláta. Einnig er lögð til breyting á einu eldra heiti.
Athugasemdir
Áður en staðalheiti verða samþykkt og send EDQM til birtingar er hagsmunaaðilum boðið að senda Lyfjastofnun athugasemdir við þýðingarnar, á meðfylgjandi skjali.
Athugasemdir ásamt greinargóðum útskýringum, og ef við á nýjum tillögum að þýðingum, leiðréttingum eða ábendingum skulu sendar í því skjali sem er til umsagnar, þ.e. dálkinn lengst til hægri og berast á netfangið [email protected] auðkennt „Athugasemdir við staðalheiti M-2023-01-0114“ , eigi síðar en 25. janúar n.k.
Athugið að útskýra vel athugasemdir svo ekki fari á milli mála hvað átt er við og af hverju athugasemdin er gerð.