Sigríður Ólafsdóttir lætur af störfum hjá Lyfjastofnun

Sigríður Ólafsdóttir hefur látið af störfum hjá Lyfjastofnun. Sigríður hefur gegnt starfi sviðsstjóra eftirlitssviðs síðastliðin tæp fjögur ár en hverfur nú til annarra starfa. Stjórnendur og starfsfólk Lyfjastofnunar þakka henni vel unnin störf og óska henni alls hins besta á nýjum vettvangi.

Sindri Kristjánsson er tímabundið  nýr sviðsstjóri eftirlitssviðs frá og með 1. september. Sindri er með M.L. próf í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað hjá Lyfjastofnun frá því vorið 2014 og sem yfirlögfræðingur stofnunarinnar á skrifstofu forstjóra frá 2015. Fyrir starfaði Sindri m.a. sem lögfræðingur í velferðarráðuneyti þar sem hann vann m.a. að lyfjamálum.

Meðal verkefna eftirlitssviðs er faglegt eftirlit með þeim aðilum sem Lyfjastofnun ber að annast eftirlit með lögum samkvæmt s.s. lyfjabúðir, lyfjaheildsölur, lyfjaframleiðendur og lækningatæki. Lyfjagát og þ.m.t. söfnun, rýni og skráning aukaverkanatilkynninga lyfja heyra einnig undir eftirlitssvið.

Starfsmenn eftirlitssviðs eru níu að meðtöldum sviðsstjóra.

 

Sigríður ÓlafsdóttirSindri Kristjánsson

Síðast uppfært: 1. september 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat