Samræmdur Evrópustaðall fyrir rafræna lyfjatexta

Skráningayfirvöld á EES-svæðinu hafa tekið upp samræmdan staðal fyrir rafræna lyfjatexta. Staðallinn mun fjölga til muna mögulegum boðleiðum hlutlægra, uppfærðra upplýsinga til allra lyfjanotenda og þeirra sem ávísa lyfjum.

Lyfjatextar samanstanda af fylgiseðli (ætlaður notendum lyfja) og samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC – ætluð heilbrigðisstarfsfólki). Fyrir öll lyf á EES-svæðinu liggja fyrir samþykktir lyfjatextar.

Hægt er að uppfæra rafræna lyfjatexta um leið og nýjar upplýsingar liggja fyrir. Rafræna formið mun einnig fela í sér að hægt verður að sníða framsetningu lyfjatextanna að þörfum notenda. Þannig mætti sjá fyrir sér að textunum geti fylgt þjónusta eins og sjálfvirkar tilkynningar um uppfærslur þeirra, aðgangur að skýringarmyndböndum og hljóðskrám sem og rafrænar lausnir til að tilkynna aukaverkanir.

Í framhaldi af útgáfu staðalsins verður lögð áhersla á að hanna stuðningstól og leiðbeiningar um staðalinn áður en hann verður innleiddur. Verður upplýsingum um framgang verksins miðlað eftir því sem því fleygir fram.

Nánar í frétt á vef Lyfjastofnunar Evrópu

Síðast uppfært: 23. febrúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat