Takmarkanir við ávísun og afhendingu Plaquenils hafa verið afnumdar. Z-merking lyfsins hefur verið afnumin og ávísun þess því ekki lengur bundin við sérfræðinga í gigtar-, húð-, ónæmis- og smitsjúkdómalækningum, en heimil öllum læknum eins og áður var. Þá hafa takmarkanir á afhendingu sem samsvarar 30 daga skammti sjúklings einnig verið afnumdar.
Takmarkanir
vegna yfirvofandi lyfjaskorts
Í lok mars var gripið til framangreindra ráðstafana* þar sem á þeim tíma voru getgátur uppi um að Plaquenil nýttist við meðferð sjúklinga með COVID-19. Af því leiddi að sala lyfsins jókst verulega sem hefði getað leitt til alvarlegs lyfjaskorts.