Opið verður almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma, kl. 9:00 - 15:00, fyrir utan aðfangadag og gamlársdag.
Dagana 23. desember 2024 – 3. janúar 2025 verður lágmarksþjónusta. Afgreiðsla stofnunarinnar verður lokuð og því ekki tekið við eftirritunarskyldum lyfjum á þessum tíma. Netspjalli og símtalsbeiðnum verður þó sinnt þessa daga, og áríðandi verkefnum sömuleiðis þrátt fyrir lágmarksþjónustu að öðru leyti.
Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 6. janúar 2025.
Takmarkanir verða í eftirtöldum málaflokkum á meðan á lokun og lágmarksþjónustu stendur
Inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna verða ekki afgreidd á tímabilinu 23. desember 2024 – 3. janúar 2025.
Ekki verður tekið við eftirritunarskyldum lyfjum til eyðingar á tímabilinu 23. desember 2024 – 3. janúar 2025.
Ekki verður tekið við umsóknum um CPP vottorð á tímabilinu 23. desember 2024 – 3. janúar 2025.
Ekki verður tekið við umsóknum um leyfi til klínískra rannsókna og virknirannsókna á lækningatækjum og breytinga á rannsóknaráætlun, frá 23. desember 2024 til 3. janúar 2025. Berist umsóknir á þessu tímabili verður móttaka þeirra ekki staðfest fyrr en eftir 6. janúar.