Ábyrgð sérfræðinganefndarinnar tekur meðal annars til áhættumats lyfja, umfjöllunar um öryggisboð og eftirlits með lyfjum eftir að þau hafa verið markaðssett og var fjallað um ýmis mál á fundinum.
Meðal annars var hafin yfirferð á 2 nýjum öryggisboðum og 4 slíkum yfirferðum haldið áfram eða lokið. 193 önnur mál eru enn í vinnslu, þar á meðal umfjöllun um lyf sem innihalda sýndarefedrín og lyf sem innihalda tópíramat.
Engin ný málskot frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eða aðildarríkjum evrópska efnahagssvæðisins voru að þessu sinni tekin fyrir. Eins var engri yfirferð á málskoti lokið á fundinum.