Ný lyf fyrir menn
Atectura Breezhaler, innöndunarduft, hörð hylki. Hver skammtur sem er gefinn inniheldur 125 míkróg af indacateroli sem asetat og 62,5 míkróg, 127,5 míkróg eða 260 míkróg af mometasonfuroati. Lyfið er ætlað sem viðhaldsmeðferð við astma hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri þegar fullnægjandi stjórn hefur ekki náðst með innöndarsterum og skammverkandi beta2-örvum til innöndunar. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Calcipotriol/Betamethasone Teva, smyrsli. Eitt gramm af smyrsli inniheldur 50 míkróg af calcipotrioli og 0,5 mg af betamethasoni. Lyfið er ætlað til staðbundinnar meðferðar hjá fullorðnum við slæmum, viðvarandi skellupsoriasis (e. stable plaque psoriasis vulgaris) sem er móttækilegur fyrir staðbundinni meðferð. Lyfið er blendingslyf (e. hybrid) og er markaðsleyfi þess byggt að hluta á lyfinu Daivobet 50 míkróg/g + 0,5 mg/g smyrsli. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Comirnaty, stungulyfsþykkni, ördreifa. Eitt hettuglas (0,45 ml) inniheldur 6 skammta sem hver er 0,3 ml eftir þynningu. Hver skammtur inniheldur 30 míkróg af COVID-19 mRNA bóluefni sem er innfellt í fitunanóagnir. Lyfið er ætlað til virkrar bólusetningar gegn COVID-19 af völdum SARS-CoV-2 veiru hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Cotrim, töflur. Hver tafla inniheldur 80 mg trímetoprím og 400 mg súlfametoxazól. Lyfið ætlað til notkunar við ýmsum sýkingum, líkt og öndunarfærasýkingum, þvagfærasýkingum, sýkingum í kynfærum og sýkingum í meltingarvegi. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lyfseðilsskylt
Enerzair Breezhaler, innöndunarduft, hörð hylki. Hver skammtur sem er gefinn inniheldur 114 míkróg af indacateroli sem asetat, 58 míkróg af glycopyrroniumbrómíði sem jafngildir 46 míkróg af glycopyrronium og 136 míkróg af mometasonfuroati. Lyfið er ætlað sem viðhaldsmeðferð við astma hjá fullorðnum sjúklingum þegar fullnægjandi stjórn hefur ekki náðst með viðhaldsmeðferð með langverkandi beta2-örva ásamt innöndunarstera í háum skammti þar sem versnun hefur orðið á astma einu sinni eða oftar árið á undan. Lyfið er samsett lyf (e. fixed combination) og er lyfseðilsskylt.
Nubeqa, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 300 mg af darolutamíði. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli án meinvarpa, sem ekki svarar hormónahvarfsmeðferð (e. nonmetastatic castration resistant prostate cancer, nmCRPC), sem eru í mikilli hættu á að fá meinvörp. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Posaconazol Alvogen, magasýruþolnar töflur. Hver magasýruþolin tafla inniheldur 100 mg af posakónazóli. Lyfið er ætlað til meðferðar við ýmsum sveppasýkingum hjá fullorðnum og er einnig ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við ífarandi sveppasýkingum hjá ákveðnum sjúklingahópum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðingum í smitsjúkdómum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Noxafil og er lyfseðilsskylt.
Ný dýralyf
Vitamin AD3E pro injectione, stungulyf, lausn handa hestum, nautgripum, svínum og hundum. 1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur: Retínólpalmíat 176,47 mg (sem jafngildir 300.000 a.e. af A-vítamíni), all-rac alfatókóferýlasetat 50 mg (sem jafngildir 45,56 mg af alfatókóferóli) og kólekalsiferól olíulausn 100 mg (sem jafngildir 100.000 a.e. af D3-vítamíni). Lyfið er ætlað til meðferðar við skorti á A-vítamíni, D-vítamíni og E-vítamíni hjá nautgripum, hestum, svínum og hundum. Lyfið er samheitalyf lyfsins Belavit AD3E sem hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.