Ný lyf fyrir menn
COVID-19 Vaccine Janssen, stungulyf, dreifa. Einn skammtur (0,5 ml) inniheldur adenóveirutegund 26 sem tjáir SARS-CoV-2 gadda glýkópróteinið (Ad26.COV2-S), ekki færri en 8,92 log10 smiteiningar. Lyfið er ætlað til virkrar bólusetningar til þess að koma í veg fyrir COVID-19 af völdum SARS-CoV-2 hjá einstaklingum 18 ára og eldri. ▼Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Diprospan, stungulyf dreifa. Einn ml inniheldur 5 mg af betametasoni sem betametasontvípropionat og 2 mg af betametasoni sem betametasontvínatríumfosfat. Lyfið er ætlað til meðferðar sjúkdómum og ástandi þar sem barksterar eiga við. Lyfið er lyfseðilsskylt og er frumlyf.
Dolorin Junior, endaþarmsstílar. Hver stíll inniheldur 125 mg eða 250 mg af parasetamóli sem virkt efni. Lyfið er ætlað til meðferðar við vægum til miðlungs miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu) og vægum til miðlungs miklum höfuðverk. Einnig er lyfið ætlað til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða skemur og við einkennum kvefs og flensulíkum einkennum. Markaðsleyfi lyfsins er veitt á þeim forsendum að hefð er fyrir notkun þess. Lyfið er lausasölulyf.
Fibryga, stungulyfs-/innrennslisstofn og leysir, lausn. Hvert glas af Fibryga inniheldur 1 g manna fíbrínógen. Eftir blöndun með 50 ml af vatni fyrir stungulyf inniheldur Fibryga u.þ.b. 20 mg/ml af manna fíbrínógeni. Lyfið er ætlað til meðferðar við blæðingu og fyrirbyggjandi fyrir aðgerð hjá sjúklingum með meðfædda fíbrínógenlækkun eða fíbrínógenþurrð ásamt blæðingarhneigð. Fibryga er einnig ætlað sem viðbótarmeðferð við verulegri blæðingu sem ekki hefur tekist að stöðva hjá sjúklingum með áunna fíbrínógenlækkun meðan á skurðaðgerð stendur. ▼Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er frumlyf, er lyfseðilsskylt og er sjúkrahúslyf.
Lorviqua, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg eða 100 mg af lorlatinibi. Lyfið er ætlað sem einlyfjameðferð til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með ALK-jákvætt (e. anaplastic lymphoma kinase-positive) langt gengið lungnakrabbamein, sem ekki er af smáfrumugerð, þegar sjúkdómurinn hefur versnað eftir:
- alectinib eða ceritinib sem fyrstu meðferð með ALK-týrósínkínasahemli eða
- meðferð með crizotinibi og að minnsta kosti einum öðrum ALK-týrósínkínasahemli.
▼Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í lungnalækningum og krabbameinslækningum. Lyfið er frumlyf og lyfseðilsskylt.
Norditropin Nordiflex, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Lyfið fæst í þremur styrkleikum 5 mg, 10 mg og 15 mg í 1,5 ml. Einn ml af lausninni inniheldur 3,3 mg (5 mg/1,5 ml), 6,7 mg (10 mg/1,5 ml) eða 10 mg (15 mg/1,5 ml) af sómatrópíni. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá börnum og fullorðnum m.a. vegna skorts á vaxtarhormóni eða vegna of lítils vaxtar vegna ýmissa sjúkdóma. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í efnaskipta- og innkirtlalækningum og sérfræðinga í barnaefnaskiptalækningum. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Norditropin FlexPro, stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Lyfið fæst í þremur styrkleikum 5 mg, 10 mg og 15 mg í 1,5 ml. Einn ml af lausninni inniheldur 3,3 mg (5 mg/1,5 ml), 6,7 mg (10 mg/1,5 ml) eða 10 mg (15 mg/1,5 ml) af sómatrópíni. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá börnum og fullorðnum m.a. vegna skorts á vaxtarhormóni eða vegna of lítils vaxtar vegna ýmissa sjúkdóma. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í efnaskipta- og innkirtlalækningum og sérfræðinga í barnaefnaskiptalækningum. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.
Ný lyf fyrir dýr
Ketabel vet., stungulyf lausn. Hver ml inniheldur 100 mg af ketamíni sem jafngildir 115,34 mg af ketamínhýdróklóríði. Lyfið má nota samhliða róandi lyfi við framköllun hreyfingarleysis, slævingu eða svæfingu eftirfarinna tegunda: hunda, katta, nautgripa, sauðfés, geita, hesta, svína, naggrísa, hamstra, kanína, rotta og músa. Lyfið er samheita lyfsins Imalgene sem hefur ekki markaðsleyfi á Íslandi. Lyfið er eftirritunarskylt og lyfseðilsskylt.