Ný lyf sem komu á markað 1. mars 2018
Lyf fyrir menn
Afstyla, stungulyfsstofn og leysir, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 250 a.e., 500 a.e., 1000 a.e., 2000 a.e. eða 3000 a.e. af einkeðja storkuþætti VIII, lonoktókóg alfa framleiddan með raðbrigðaerfðatækni. Lyfið er ætlað til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingu hjá sjúklingum með dreyrarsýki A (meðfæddur skortur á storkuþætti VIII). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt
Bendamustine medac, stofn fyrir innrennslisþykkni og lausn. Hvert hettuglas inniheldur 25 mg eða 100 mg bendamústínhýdróklóríð. Lyfið er ætlað til meðferðar á langvinnu eitilfrumuhvítblæði, Non-Hodgkins eitilfrumuæxli og mergæxlageri. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Bupremyl, forðaplástur. Hver forðaplástur inniheldur 5 mg, 10 mg eða 20 mg af búprenorfíni í 6,25 cm2, 12,5 cm2 eða 25 cm2 fleti og losar 5 míkrógrömm, 10 míkrógrömm eða 20 míkrógrömm af búprenorfíni á klukkustund í 7 daga. Lyfið er ætlað til meðferðar við frekar miklum verkjum sem ekki eru vegna illkynja sjúkdóma þegar þörf er á ópíóíða til að ná fram fullnægjandi verkjastillingu. Lyfið er ætlað fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.
Carvedilol Stada, töflur. Hver tafla inniheldur 3,125 mg, 6,25 mg, 12,5 mg og 25 mg af carvediloli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósaeinhýdrat og súkrósi. Lyfið er ætlað til meðferðar háþrýstings, langvinnri áreynsluhjartaöng (e. stable angina pectoris) og sem viðbótarmeðferð við miðlungi alvarlegri til alvarlegri stöðugri hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Doxycyklin EQL, töflur. Hver tafla inniheldur doxycyclin einhýdrat, sem samsvarar 100 af doxycyclini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára og er notað við sýkingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Oviderm, krem. 1 gramm af kremi inniheldur 250 mg af própýlenglýkóli. Hjálparefni með þekkta verkun er cetósterýlalkóhól. Lyfið er notað til meðferðar við húðþurrki. Lyfið er lausasölulyf.
Oxaliplatin Actavis, innrennslisþykkni, lausn. Hvert hettuglas inniheldur 50 mg, 100 mg eða 200 mg af oxalíplatíni. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa einhýdrat. Lyfið er ásamt 5-flúoróúracíli (5 FU) og fólinsýru ætlað til meðferðar á krabbameini í ristli. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum. Lyfið er sjúkrahúslyf og er lyfseðilsskylt.
Padviram, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af efavírenzi, 200 mg af emtrícítabíni og 245 mg af tenófóvírtvísóproxíli (jafngildir 300,6 mg af tenófóvírtvísóproxílsúkkinati). Lyfið er ætlað til meðferðar á HIV-1 veirusýkingu hjá fullorðnum 18 ára og eldri. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Sildenafil Medical Valley, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur síldenafílsítrat sem jafngildir 50 eða 100 mg af síldenafíli. Lyfið er ætlað til meðferðar við ristruflunum hjá fullorðnum karlmönnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Symtuza, filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 800 mg darunavír (sem etanólat), 150 mg cobicistat, 200 mg emtrícítabín og 10 mg tenofóvír alafenamíð (sem fúmarat). Lyfið er ætlað til meðferðar við HIV veirusýkingu af gerð 1 (HIV-1) hjá fullorðnum og unglingum (12 ára og eldri sem vega að minnsta kosti 40 kg). Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er sjúkrahúslyf og er ávísun lyfsins bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Dýralyf
Cefabactin vet, töflur fyrir hunda og ketti. Hver tafla inniheldur 50 mg eða 500 mg af cefalexíni (sem einhýdrat). 50 mg styrkleikinn er notaður í meðferð við sýkingum í hundum og köttum af völdum baktería sem eru næmar fyrir cefalexíni. 500 mg styrkleikinn er einungis fyrir hunda og er notaður í meðferð sýkinga af völdum baktería sem eru næmar fyrir cefalexíni. Töflurnar eru bragðbættar. Til að koma í veg fyrir að töflurnar séu teknar fyrir slysni skal geyma þær þar sem dýrin ná ekki til. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Histodine, stungulyf, lausn handa nautgripum. Hvert hettuglas inniheldur 1000 mg af klórfenamínmaleat. Lyfið er ætlað við einkennum sjúkdóma sem tengjast losun histamíns hjá nautgripum. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.
Novaquin, mixtúra, dreifa handa hestum. Hvert glas inniheldur 1,875 g af meloxicam. Lyfið er notað til að draga úr bólgu og verkjum vegna bráðra eða langvinnra kvilla í stoðkerfi hjá hestum. Lyfið er lyfseðilsskylt.
Torphadine vet., stungulyf, lausn fyrir hunda, ketti og hesta. Hvert hettuglas inniheldur 100 mg af bútorpfanóli sem jafngildir 145,8 mg af bútorpfanól tartrati. Lyfið er notað til verkjastillingar og slævingar hjá hestum, til verkjastillingar, slævingar, sem lyfjaforgjöf á undan svæfingu og til svæfingar hjá hundum og til verkjastillingar við í meðallagi alvarlegum verkjum, slævingar og svæfingar hjá köttum. Lyfið er lyfseðilsskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.