Móttaka umsókna um leyfi til klínískra lyfjarannsókna sumarið 2017

Vegna sumarfría mun Lyfjastofnun ekki taka við umsóknum um leyfi til klínískra lyfjarannsókna og breytinga á rannsóknaráætlun frá 19. júní 2017 til og með 11. ágúst 2017 (vikur 25-32). Berist umsóknir á þessu tímabili verður móttaka þeirra ekki staðfest (dagur 0) fyrr en eftir 14. ágúst 2017.

Lyfjastofnun hvetur umsækjendur til að miða áætlanir sínar vegna umsókna um leyfi fyrir klínískar lyfjarannsóknir og breytinga á rannsóknaráætlun við þessar dagsetningar.

Síðast uppfært: 2. febrúar 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat