Nýútkomin gjaldskrá Lyfjastofnunar tók gildi 2. febrúar líkt og greint hefur verið frá. Samhliða tóku gildi nýjar reglur um lækkun gjalda, þar sem afsláttarreglur eru einnig kynntar nánar. Samkvæmt þeim geta markaðsleyfishafar sótt um afslátt af árgjöldum markaðsleyfa lyfja í síðasta lagi 20. janúar ár hvert.
Þar sem tillaga Lyfjastofnunar um hækkun viðmiðunarfjárhæða samanlagðrar ársveltu lyfja úr 600 þúsund krónum í 1,8 milljón króna var samþykkt af Heilbrigðisráðuneytinu eftir að umsóknarfresturinn var liðinn hefur Lyfjastofnun tekið ákvörðun um að gera markaðsleyfishöfum kleift að sækja um afslátt af árgjöldum fyrir árið 2022 á nýjan leik, miðað við ný veltumiðmið (1.800.000 kr. per markaðsleyfi).
Hvernig er sótt um afslátt af árgjöldum?
Útfylltu eyðublaði skal skilað til Lyfjastofnunar í tölvupósti á netfangið [email protected] eigi síðar en kl. 16:00 föstudaginn 25. febrúar 2022.