Lyfjaverðskrá janúarmánaðar endurútgefin

Lyfjaverðskrá 1. janúar 2025 hefur verið endurútgefin.

Endurútgáfan var gerð af fjórum ástæðum. Fyrst þurfti að leiðrétta heiti lyfsins Spexotras, sem áður var skráð sem Mekinist. Einni pakkningu af lausasölulyfinu Nicotinell (Heilsa) vnr. 581463 og nýskráða lyfinu Novocillin vnr. 436156 var bætt í lyfjaverðskrána. Að lokum var Efient ekki merkt sem undanþágulyf, sem nú hefur verið leiðrétt.

Uppfærða verðskrá, ásamt öðrum skjölum má nálgast á sínum stað á vef Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 7. janúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat