Lyfjastofnun varð fyrir netárás – hluti kerfanna kominn í lag

Netárásin hefur haft áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir mínar síður og verðumsóknarkerfi. Engin persónugreinanleg gögn eru vistuð í þessum kerfum

Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Strax var lokað fyrir umferð um þessi vefsvæði, og unnið hefur verið hörðum höndum að því að greina árásina, draga úr áhrifum hennar og gera kerfin virk á ný.

Engin persónugreinanleg gögn

Engin persónugreinanleg gögn eru vistuð á umræddum svæðum, og engar vísbendingar enn sem komið er, um að átt hafi verið við gögn. Upplýsingar í sérlyfjaskrá eru opinber gögn, og hvað Mínar síður og verðumsóknarkerfi varðar, er aðeins um þjónustugáttir að ræða.

Sérlyfjaskrá og Mínar síður virkar á ný

Sérlyfjaskrá er orðin aðgengileg á ný, sem og aðgangur í gegnum Mínar síður. Enn er unnið að viðgerð á umsóknarkerfi fyrir lyfjaverð ásamt nánari greiningu á atvikinu. Hægt er að senda umsóknir og tilkynningar um breytingar á netfangið [email protected]

-Lyfjastofnun biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Unnið verður að því að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur.

Síðast uppfært: 5. ágúst 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat