Á dögunum náði Lyfjastofnun þeim stóra áfanga að klára fimmta og síðasta græna skrefið og hlaut af því tilefni viðurkenningu frá Umhverfisstofnun.
Um tvö ár eru liðin frá því að vinna hófst við grænu skrefin hjá stofnuninni. Á þessum tíma hefur margt gott áunnist. Meðal annars hafa ferðalög (flug og akstur) á vegum Lyfjastofnunar dregist saman um 54% og úrgangur um 38%, en það markmið var sett að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna reksturs stofnunarinnar yrði um 40% fyrir árið 2030 og erum við því á mjög góðri leið.
Vinna við umhverfismál heldur að sjálfsögðu áfram til að viðhalda góðum árangri.
