Alls tóku 30 ríki þátt í aðgerðinni sem bar nafnið Operation SHIELD V og stóð yfir frá apríl til nóvember 2024.
Á heimsvísu var hald lagt á lyf að andvirði rúmlega 11 milljónir evra, 418 einstaklingar voru ákærðir og 52 skipulagðir glæpahringir rannsakaðir.
Hér á landi var lagt hald á 34 þúsund töflur af fíknilyfjum, 43 þúsund töflur og 1.700 lyfjaglös af vefaukandi sterum. Áætlað götuverðmæti þeirra lyfja sem haldlögð voru hér á landi er tæplega 250 milljónir.
Tollgæslan og Lyfjastofnun nutu liðsinnis embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við aðgerðina.
Nánar má lesa um málið í fréttatilkynningu Europol vegna SHIELD V : Europol warns consumers to be mindful about fake medicines offered online | Europol
Í tengslum við aðgerðina birti Europol myndband þar sem varað er við kaupum á fölsuðum lyfjum: Fake Medicines | Organised Crime
Ný skýrsla Europol: The threat of pharmaceutical crime in the EU and beyond | Europol
Tollgæslustjóri og Lyfjastofnun veita ekki frekari upplýsingar um málið.