Lyfjastofnun hefur innleitt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85, og þar með hlotið jafnlaunavottun. Þá hefur Jafnréttisstofa heimilað Lyfjastofnun að birta jafnlaunamerkið á vef sínum og má sjá það í fæti á forsíðunni.
Jafnlaunamerkið er skráð vörumerki, og er því ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnframt var sett reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana.
Nánar um jafnlaunavottun af vef stjórnarráðsins
Fyrirtæki og stofnanir sem hlotið hafa jafnlaunavottun
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri, Þórhallur Hákonarson, fjármálastjóri, Bjarni Þórisson gæðastjóri, og Davíð Lúðvíksson hjá Vottun hf.