Lyfjastofnun færir velferðarráðuneyti lyfjaskáp

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar og Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar og verkefnastjóri Lyfjaskil - taktu til! færðu Einari Magnússyni lyfjamálastjóra og Margréti Björnsdóttur skrifstofustjóra gæða og forvarna hjá velferðarráðuneytinu lyfjaskáp á dögunum. 

Velferðarráðuneytið var einn samstarfsaðila Lyfjastofnunar í átakinu Lyfjaskil - taktu til! og veitti stofnuninni styrk til að framkvæma átakið sem hluta af gæðaverkefni í heilbrigðisþjónustu.
Lögð var áhersla á mikilvægi þess að geyma lyf í læstum lyfjaskáp í átakinu Lyfjaskil - taktu til!
Á heimilum jafnt sem vinnustöðum ættu lyf að vera geymd á öruggan hátt og gegna læstir lyfjaskápar þar mikilvægu hlutverki.
Síðast uppfært: 9. maí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat