Lyfjaskortur – fundir með hagsmunaaðilum

Eins og fram hefur komið stóð Lyfjastofnun fyrir fundum í vikunni í því skyni að leita fleiri leiða til að bregðast við lyfjaskorti. Fundina sóttu hagsmunaaðilar og þær stofnanir sem málið varðar einkum.

Á fundunum var rætt almennt um hver staðan væri um þessar mundir. M.a. var bent á af hálfu Lyfjastofnunar að samkvæmt lyfjalögum og reglugerðum beri bæði heildsölum og apótekum skylda til að eiga tilteknar birgðir af lyfjum. Að þessir aðilar ættu að þurfa að standa skil á öllum frávikum frá þeirri skyldu með rökstuðningi til Lyfjastofnunar. Að öðrum kosti ætti stofnunin að beita úrræðum til að knýja á um rétta framkvæmd laganna.

Framlag Lyfjastofnunar til að bæta verkferla í því sem snýr að lyfjaskorti er eftirfarandi:

 

  • Ákveðið hefur verið að birta á vefnum lista yfir lyf sem ekki eru fáanleg tímabundið hverju sinni, svokallaða biðlista, sem og upplýsingar um lyf sem gætu komið í stað þess sem vantar. Útfærsla og framkvæmd er í vinnslu.
  • Að endurskoða undanþágukerfi stofnunarinnar í því skyni að flýta afgreiðslu enn frekar þegar um skort er að ræða, og kynna betur hvernig sú leið virkar
  • Tekið verður upp nýtt kerfi þar sem markaðsleyfishafa verður gert að tilkynna stofnuninni um fyrirsjáanlegan skort með góðum fyrirvara. Þar til gert eyðublað verður gefið út 1. október nk. Hér má nálgast drög að eyðublaðinu sem er til umsagnar.

 

Lyfjastofnun hefur jafnfram óskað eftir tillögum til úrbóta frá hagsmunaaðilum og væntir þeirra á næstum dögum. Lyfjaframleiðendur, lyfjaumboðsaðilar, lyfjaheildsalar og forsvarsmenn apóteka eru hvattir til að koma ábendingum um úrbætur til Lyfjastofnunar á netfangið [email protected], með efnistitlinum „ Ábending v. ferlaskoðunar lyfjaskorts

Síðast uppfært: 27. september 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat