Lyf sem heimilt er að selja utan apóteka þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú

Lyfjastofnun gefur út lista yfir lyf sem heimilt er að selja utan apóteka þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú.

Samkvæmt 3. mgr. 33. gr. lyfjalaga 100/2020 þá er Lyfjastofnun heimilt að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun. Slíkar undanþágur má aðeins veita þar sem ekki er starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú.

Lyfjastofnun hefur birt lista á vef sínum yfir þau lyf, styrkleika og pakkningar sem heimilt er að selja samkvæmt ákvæðinu. Frekari upplýsingar um matsferil Lyfjastofnunar á afgreiðslu undanþágubeiðna verða birtar í janúar nk. Umsóknir um slíkar undanþágur sendist á [email protected].

Vinsamlegast sendið athugasemdir og ábendingar á [email protected] merkt: "Listi yfir lyf sem heimilt er að selja utan apóteka þar sem ekki er starfrækt apótek eða lyfjaútibú"

Síðast uppfært: 29. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat